Motocross árið 2014

Motocross árið 2014 hjá mér  verður mjög ólíkt síðustu árum, miklar breytingar og há markmið. Í haust tók ég ákvörðun um að komast á annað plan, fékk samning við Yamaha Arctic Trucks fór að æfa meira og fékk styrki til að komast út.
Eins og flestir vita er ég í Madrid að hjóla og æfa og mun ekki koma heim á næstunni en ég býst ekki við að þig vitið meira en það. Fyrir þá sem hafa áhuga að vita meira halda þá áfram að lesa og vita þá hvað ég hef gert á árinu og og hver er mín plön á tímabilinu 2014. Ég er búinn að gera samning við nokkur fyrirtæki m.a. Yamaha Arctic Trucks og ég mun keppa á YZ 250f 2014 hjólinu sem Yamaha Arctic Trucks á Íslandi er að fá nú á dögunum til landsins. Það hjól er að vinna öll helstu test, einnig valið hjól ársins hjá mörgum motocross tímaritum og er ég að farast úr spenningi þar sem hjólið kemur til Spánar eftir 1-2 vikur og þá get ég loksins fengið að prufa hjólið sem allir eru að tala um.
Ég gerði einnig samning við Vodafone, Frostfisk, Össur, Dunlop, Gopro og Pukann. Árið 2014 byrjaði á því að Mattias Nilsson bauð mér að koma í heimsókn til sín í 2 vikur. Ég bjó hjá honum í 3 mánuði veturinn 2011 ásamt konu hans Önu og stráknum þeirra Samuel sem er 11 ára.
Eftir þessa 2 vikna ferð sem heppnaðist mjög vel ákvað ég að fara aftur í 2 mánuði og keppa og æfa.
Fyrsta keppnin sem ég tek þátt í er 1. umferð spænska meistaramótsins sem fer fram núna um helgina 22.02 – 23.02. Planið er að keppa í fyrstu 3 umferðunum í spænska meistaramótinu og keppa í minni keppnum á milli. Síðan liggur leiðinn til Belgíu í byrjun apríl og í byrjun maí fer ég til Bretlands.
Í Bretlandi mun ég keppa í tveimur fyrstu umferðunum í Red Bull Pro Nationals og Evrópumeistaramóti unglinga sem fer fram í þar, ég kem til Íslands í kringum 10. júní og verð reddí í fyrstu umferðina í íslandsmótinu sem fer fer fram á Selfossi 15. júní ég mun keppa í öllum keppnum hér heima 2014 og verður gaman að sjá hvernig þetta ár fer. Ég held áfram með motocross skólan en hætti með hópkennslu þar sem ég sé meiri árangur frá einkakennslunni, hópkennslan tekur einnig of mikinn tíma frá mér þar sem ég ætla að einbeita mér meira að því að hjóla og æfa .
Ég sé ykkur hress og kát í sumar.
Þakka en og aftur styrktaraðilum mínum Yamaha Arctic Trucks, Vodafone, Frostfiskur, Össur, Dunlop, Gopro og Púkinn